- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Í gær undirrituðu Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Birgir Jakobsson landlæknir samning þess efnis að Reykjanesbæ verði aðili að verkefni embættis Landlæknis, Heilsueflandi samfélag. Í framhaldi verður myndaður stýrihópur ýmissa hagsmunaaðila sem mun veita verkefninu brautargengi.
Reykjanesbær varð formlega aðili að Heilsueflandi samfélagi í upphafi Heilsu- og forvarnarviku. Það sýnir að mikill áhugi er á að verkefnið fái góða byrjun þar sem allir hagsmunaaðilar komi að. Eitt af því fyrsta sem unnið verður að er myndun stýrihóps og var fulltrúum þessara aðila boðið á kynningu á Heilsueflandi samfélagi og undirritunina í gær.
Í gær var einnig greint frá nýjum niðurstöðum Rannsóknar og greiningar á högum og líðan ungs fólks. Nánar verður skýrt frá þeim niðurstöðum síðar, en það var ánægjulegt að sjá að könnunin, sem gerð hefur verið reglulega til margra ára, sýnir að kjör og líðan ungs fólks í Reykjanesbæ hefur batnað mikið á undanförnum árum. Slíkar niðurstöður eru ekki síður góð byrjun á verkefni sem Heilsueflandi samfélagi.
Hvað er heilsuefling:

Fulltrúar hagsmunaaðila við undirritun samningsins.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)