Samningur um viðhald og þjónustu loftræstikerfa undirritaður

Guðlaugur og Guðmundur við undirritun samnings í Ráðhúsi Reykjanesbæjar.
Guðlaugur og Guðmundur við undirritun samnings í Ráðhúsi Reykjanesbæjar.

Þann 14. júní sl. var undirritaður samningur við Rafstjórn ehf. vegna viðhalds og þjónustu loftræstikerfa hjá Reykjanesbæ. Örútboð fór fram í gegnum samning Ríkiskaupa og átti Rafstjórn ehf. lægsta tilboðið.

Það voru Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri Umhverfissviðs Reykjanesbæjar og Guðmundur R. Erlingsson rafvirkjameistari hjá  Rafstjórn ehf. sem undirrituðu samninginn. Hann gildir  til þriggja ára.