- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Þann 22. nóvember sl. hélt starfsfólk umhverfissviðs samráðsfund með ungmennaráði Reykjanesbæjar. Fundurinn var liður í að efla þátttöku barna í stefnumótun og ákvörðunum sveitarfélagsins. Á fundinum hélt starfsfólk umhverfissviðs kynningu á sinni starfsemi og formaður og varaformaður ungmennaráðs kynningu á starfsemi ráðsins. Í framhaldinu áttu sér stað líflegar umræður um hina ýmsu málaflokka umhverfissviðs þar sem ungmennaráðsmeðlimir fóru á milli borða og ræddu við starfsfólk sviðsins.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)