- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Síðastliðinn laugardag stóðu Menningarfulltrúar á Suðurnesjum ásamt verkefnastjóra Menningarráðs Suðurnesja fyrir Málþingi um menningu í Bíósal Duushúsa. Yfirskrift Málþingsins var Staðarímynd/Staðarvitund.
Á Málþinginu töluðu bæði heimamenn og aðilar utan svæðisins. Þeir Einar Falur Ingólfsson, Kjartan Ragnarsson og Jónatan Garðarsson bentu á fjölmörg ný tækifæri í menningu - og menningartengdri ferðaþjónustu á Suðurnesjum, sem gætu gert Suðurnesin enn áhugaverðari valkost fyrir ferðamenn, til að sækja okkur heim.
Eftir hádegi voru stutt erindi frá tíu listamönnum og forkólfum sem starfa að menningu á Suðurnesjum. Ljóst er af erindum heimamanna að mikill kraftur og sköpunargleði ríkir í menningarlífinu á Suðurnesjum og fram kom mikill áhugi listafólksins að láta að sér kveðja.
Á meðfylgjandi mynd má sjá menningarfulltrúa sveitarfélaganna á Suðurnesjum í lopapeysum hönnuðum og prjónuðum af Helgu Ingólfsdóttur Mynstrin sem Helga hannaði á peysurnar eru merki sveitarfélaganna á Suðurnesjum, talið fyrst frá vinstri, Sandgerði, Vogar, Grindavík, Reykjanesbær og Garður.
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös