Setjum bæinn í sparifötin fyrir Ljósanótt

Frá Ljósanótt
Frá Ljósanótt

Það hefur ávallt einkennt  verktakageirann og grín gert að því að flest verkefni eigi sér fastan punkt fyrir merkisviðburði. Þetta er ekki fjarri lagi enda er ágætt að hafa einhvern fastan punkt til að að klára þau verkefni sem fyrir liggja.  Nú er enn einn tímapunkturinn að bresta á, og jafnvel sá stærsti því nú líður brátt að Ljósanótt sem haldin verður fyrstu helgina í september. Á Ljósanæturhátíðina, sem er orðin fjögurra daga hátíð, koma til okkar tugþúsundir gesta bæði brottfluttir Reyknesingar  og aðkomufólk, fólk sem kemur ár hvert og aðrir sem eru að koma í fyrsta sinn. 
Það er gaman að vera Reyknesingur þegar rætt er um þessa hátíð og bæinn okkar. Ég veit að fólki líkar þessi hátíð vel og það hefur verið umtalað hvernig bærinn hefur tekið stakkaskiptum í umhverfismálum á undanförnum árum.   Við hjá umhverfis- og skipulagssviði höfum í sumar lagt metnað okkar í að halda bænum hreinum og eftir fremsta megni reynt að hafa bæinn snyrtilegan. Við höfum lagt áherslu á svokallaða lífæð ss. Njarðarbraut ,Grænásbraut, Tjarnarbraut og Hafnagötu með því að bæta við gróðri og halda honum við, slá og hreinsa þau svæði oftar en önnur en samt sem áður halda öðrum hlutum bæjarins hreinum. Höfum við t.d. tekið vel til hendinni á jaðarsvæðum bæjarins með ungu skólafólki í sumar.  Við tökum eftir því hvernig gróðurinn dafnar og það er okkur hvatningi til að halda áfram og gera enn betur.  Við erum mjög ánægð með hvernig hefur tekist til með að auka gróður á þessum svæðum og  munum við hvergi hvika í að bæta við gróðurreitum.

Ég tel að okkur hafi að mestu tekist vel þótt vissulega megi alltaf bæta þessa hluti. En nú vil ég skora á alla bæjarbúa að hjálpa okkur við að gera þennan bæ enn betri með því að taka til í kringum sig. Legg ég til að hver  og einn  sjái um sinn garð og  vil ég sérstaklega skora á forráðamenn fyrirtækja að fara í hreinsunarátak á lóðum fyrirtækja sinna. Fyrirtæki við lífæðina hafa tekið þátt í gróðursetningu við hana og vil ég sérstaklega nefna Nesvelli og Nettó en þessi fyrirtæki hafa tekið þátt í að fegra þessar stofngötur bæjarins. En það er ekki einungis lífæðin sem þarf að vera fín. Það er klárt mál að með 30 – 40 þúsund gestum er allur bærinn undir lagður og gestir munu keyra um bæinn og mynda sér skoðun á því hvernig bær Reyk