- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Grunnskólar Reykjanesbæjar verða settir í dag. Það þýðir að mörg hundruð nemendur þjóta í skólana á hverjum degi fram að næsta sumarleyfi. Ökumenn eru beðnir um að sýna sérstaka aðgát við skólana og í nærumhverfi þeirra þar sem mörg börn eru nú að stíga sín fyrstu skref í skólagöngunni. Þau eiga eftir að læra á umferðina.
Lögreglan á Suðurnesjum verður með sérstaka gæslu í skólahverfunum frá og með deginum í dag. Nemendur í sjö grunnskólum Reykjanesbæjar eru samtals 2437, þar af eru 216 að hefja nám í 1. bekk.
Það er vel við hæfi að birta hér ljóðið „Nú haustar að“ eftir skáldkonuna Vilborgu Dagbjartsdóttur, sem tekst að fanga þessa stemmningu svo vel.
Einhverja nóttina koma skógarþrestirnir
að tína reyniber af trjánum
áður en þeir leggja í langferðina yfir hafið,
en það eru ekki þeir sem koma með haustið
það gera lítil börn með skólatöskur.
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös