Sigurður Vilhjálmsson lætur af störfum í íþróttamiðstöð Njarðvíkur

Sigurður Vilhjálmsson, starfmaður íþróttamiðstöðvarinnar í Njarðvík lét af störfum 27. maí eftir rúmlega 14 ára farsælt starf fyrir íþróttastarf í Reykjanesbæ.

Bæjarstjóri flutti Sigurði þakkir fyrir vel unnin störf í þágu bæjarbúa í hófi sem haldið var honum til heiðurs í íþróttahúsinu í Njarðvík. Samstarfsfólk Sigurðar þakkaði honum einnig samstarfið og að lokum var boðið til rjómatertu að hætti íþróttahússins.