- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Sigurgestur Guðlaugsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri viðskiptaþróunar hjá Reykjanesbæ. Sigurgestur lýkur Viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri nú í vor; með áherslu á stjórnun og markaðsfræði.
Síðastliðin 9 ár hefur Sigurgestur starfað sem verkefnastjóri hjá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar (KADECO) og tekið virkan þátt í verkefnastjórnun, samningagerð, stefnumótun og þróun fyrrum varnarsvæðisins.
Hann hefur undanfarin 6 ár sinnt markaðsmálum KADECO og verið í samskiptum við fjölda innlendra og erlendra aðila.
Við erum sannfærð um að reynsla Sigurgests og menntun muni nýtast vel í framtíðaruppbyggingu atvinnulífs í Reykjanesbæ.
Sigurgestur hefur störf um næstu mánaðarmót og bjóðum við hann velkominn til starfa.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)