Sjómannadagurinn í Reykjanesbæ

Horft eftir bátasafni.
Horft eftir bátasafni.

Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur með stuttri dagskrá í Duushúsunum eins og verið hefur undanfarin ár.  Dagskráin er unnin í samstarfi nokkurra aðila og hefst með sjómannamessu á vegum Keflavíkurkirkju.

  • Sr. Sigfús B. Ingvason, Arnór Vilbergsson  og félagar úr kór Keflavíkurkirkju sjá um messuna og sjómannalög verða leikin og sungin með þátttöku gesta.  
  • Hafsteinn Guðnason úr stjórn Bátafélagsins ásamt fleirum afhenda ný bátalíkön í Bátasafnið og líkanasmiðurinn Grímur Karlsson segir sögur tengdar nýju bátunum.  
  • Sigrún Ásta Jónsdóttir safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar heldur erindi í máli og myndum um sjóminjar í eigu safnsins.
  • Í lok dagskrár verður  að venju lagður krans við minnismerki sjómanna fyrir tilstilli Skipstjóra- og stýrimannafélags Suðurnesja , Vélstjórafélags Suðurnesja og Verkalýðs- og sjómannafélags Suðurnesja.  

Eftir  dagskrána er boðið upp á fiskisúpu á Kaffi Duus gegn vægu gjaldi.