Skert þjónusta föstudaginn 12. september

Föstudaginn 12. september verður skert þjónusta í þjónustuveri í Ráðhúsi vegna endurmenntunar starfsfólks. Þjónustuverið lokar kl. 12:00 þann dag.

Við biðjum alla sem geta að hafa samband eftir 12. september til að draga úr álagi þann dag. Fyrirspurnir og erindi má senda á netfangið reykjanesbaer@reykjanesbaer.is eða í gegnum ábendingagáttina.

Við vonum að þetta mæti skilningi hjá íbúum og valdi sem minnstum óþægindum.