Skimun fyrir leghálskrabbameini hjá HSS

Skimun fyrir krabbameini í brjóstum og leghálsi er forvörn sem býðst einkennalausum konum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Ljósmæður á Ljósmæðravaktinni sem hafa hlotið sérstaka þjálfun, taka leghálssýni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Við hvetjum allar konur sem hafa fengið boðsbréf að bóka tíma en það er miðað við að konum sé boðin skimun fyrir leghálskrabbameini á þriggja ára fresti á aldursbilinu 23-29 ára og á fimm ára fresti á aldursbilinu 30-65 ára. Konur með einkenni frá brjóstum og kvenlíffærum er ráðlagt að leita til læknis

Konur á Suðurnesjum geta pantað tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í síma 4220500.

Gjald fyrir skimun á leghálskrabbameini er 500 kr.

Einkennalausar konur 40 til 74 ára geta pantað tíma í skimun fyrir brjóstakrabbameini hjá brjóstamiðstöð Landspítala, Eiríksgötu 5 í Reykjavík. Tímapantanir í síma 513-6700 milli kl. 8:30 og 12:00 alla virka daga. Einnig er hægt að senda tölvupóst á krabbameinsskimun@heilsugaeslan.is.