- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Skjólið, frístund fyrir börn og ungmenni með langvarandi stuðningsþarfir hefur opnað í stærri og betri aðstöðu að Grænásbraut 910, en þar fór fram glæsileg opnunarhátíð um miðjan nóvember. Rýmið hefur verið sett upp til þess að henta fjölbreyttri starfsemi Skjólsins og mun bæta þjónustu við börn og fjölskyldur sem treysta á þjónustuna og stuðninginn sem Skjólið býður upp á. Flutningurinn í stærra og betra húsnæði markar því mikilvæg tímamót í þjónustu við börn og fjölskyldur í Reykjanesbæ
Húsnæðið er fjölnota þjónusturými fyrir börn með langvarandi stuðningsþarfir, og hýsir bæði daglega starfsemi Skjólsins, hópastarf og Ævintýrasmiðjuna yfir sumarmánuðina. Með nýjum aðbúnaði skapast betri starfsaðstæður fyrir starfsfólk og fjölskyldur og aukið svigrúm til að efla skapandi, öruggt og stuðningsríkt umhverfi fyrir börnin.
Á opnunarhátíðinni kom saman fjölbreyttur hópur gesta sem á einhvern hátt hefur komið að verkefninu. Stjórnendur Skjólsins vilja færa öllum sem lögðu hönd á plóg innilegar þakkir, þar á meðal velferðarráði, starfsfólki velferðarsviðs, starfsfólki umhverfis- og framkvæmdasviðs, Blue bílaleigu sem styrktaraðila, starfsfólki Skjólsins og ekki síst fjölskyldum og börnum Skjólsins sem gera starfsemina að því sem hún er. Þökkum einnig stjórnendum og starfsfólki 88 hússins og Fjörheima fyrir frábært samstarf undanfarin ár.
Styrkir félagasamtaka og annarra aðila gegna mikilvægu hlutverki í starfseminni, sérstaklega til kaupa á leiktækjum og búnaði sem eflir þjónustuna og skilar sér beint til þeirra barna og fjölskyldna sem njóta hennar. Skjólið er því afar þakklát þeim stuðningi sem það fær til uppbyggingar innra starfi.


Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)