- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Fyrsta skóflustunga var tekin í dag að 30 leiguíbúðum í sex húsum við Trölladal 1-11 í Reykjanesbæ. Áætlað er að fyrstu íbúðirnar verði tilbúnar í júlí 2026, en húsin verða afhent á sex mismunandi dagsetningum. Opnað verður fyrir umsóknir í október á þessu ári.
Íbúðirnar verða tveggja til fimm herbergja og eru í sex, tveggja hæða húsum, auk sameiginlegrar hjóla- og vagnageymslu. Gæludýrahald verður leyft í hluta íbúðanna á jarðhæð. Sjá nánar hér um reglur Bjargs um gæludýrahald.
Verktaki: HH smíði ehf.
Sjá nánar um íbúðirnar hér.

Fv: Hlynur Helgason hjá HH smíði, Guðný Birna Guðmundsdóttir forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjargs, Ragnar Þór Ingólfsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Þorbjörn Guðmundsson.


Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)