Skólakynningar 112 í grunnskólum Reykjanesbæjar

Undanfarna mánuði hafa starfsmenn Neyðarlínu heimsótt nemendur 8. og 9. bekkjar á höfuðborgarsvæðinu og er nú komið að nemendum Reykjanesbæjar.  Þar mun kynningarherferð Neyðarlínu utan höfuðborgarsvæðisins hefjast. 

Starfsmenn Neyðarlínu - EINN EINN TVEIR munu kynna neyðarnúmerið, hvenær rétt er að hringja og hvernig best er að bera sig að þegar hringt er  þannig að allar upplýsingar séu sem bestar svo hægt sé að aðstoða á sem bestan hátt.

Fulltrúar Neyðarlínu gáfu sér tíma til að líta við á bæjarskrifstofunum og afhentu bæjarstjóra fána fyrirtækisins.