- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Í morgun var undirritaður samningur á milli Reykjanesbæjar og Skólamatar ehf. um framleiðslu og framreiðslu á skólamat fyrir grunnskóla Reykjanesbæjar að undangengnu útboði sem Ríkiskaup hafði umsjón með. Undirritunin fór fram í Njarðvíkurskóla á matmálstíma.
Tvö tilboð bárust annað frá ISS Ísland ehf. að upphæð kr. 624.832.598.- og hitt frá Skólamat ehf. að upphæð kr. 567.171.765. Kostnaðaráætlun Reykjanesbæjar var kr. 658.148.291. Samningurinn er til 3 ára með möguleika á framlengingu 2 x 1 ár eða að hámarki til 5 ára.
Ávinningur af þessu útboði miðað við 3 ára samning er því kr. 90.976.526.- eða um 14%. Bæði tilboðin voru undir kostnaðaráætlun. Skólamatur ehf. var með eldri samninginn og mun því áfram sinna grunnskólum í Reykjanesbæ og hefur samstarfið gengið mjög vel á undanförnum árum.
Við óskum því Skólamat ehf. til hamingju með áframhaldandi samstarf.
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös