- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Mánudaginn 22. ágúst og þriðjudaginn 23. ágúst eru skólasetningar en nánari upplýsingar fyrir hvern skóla eru birtar á heimasíðum þeirra. Um 240 fyrstu bekkingar eru nú að hefja grunnskólanám eftir helgina en til samanburðar voru það um 290 nemendur fyrir ári síðan sem tóku sín fyrstu skref inn í grunnskólana okkar.
Alls eru nemendur í grunnskólunum okkar þegar þetta er skrifað 2604 sem er fjölgun um 62 nemendur frá skólabyrjun fyrir ári síðan þegar þeir voru 2542 og um 142 nemendur fyrir 2 árum þegar nemendur voru 2462 í skólabyrjun.
Flestum nemendum og foreldrum finnst gott að komast aftur í sínar venjur hausts og vetrar þó erfitt geti reynst að kveðja sumarið. Framundan eru arkandi börn um allan bæ með skólatöskur á bakinu og því eru ökumenn beðnir um að sýna sérstaka aðgát í nágrenni skóla.
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös