Hrollvekjandi lestrarupplifun

Þann 1. október var skrifað undir samning við Ævar Þór rithöfund og Ara Yates teiknara vegna SKÓLASLITA.

Um er að ræða spennandi og hrollvekjandi lestrarupplifun fyrir áhugasama og forvitna og bara alla sem vilja vera með.

Lestrarupplifunin er í boði Reykjanesbæjar og styrkt af Sprotasjóði. Verkefnið er hugarfóstur kennsluráðgjafa á Reykjanesi og Ævars Þórs Benediktssonar rithöfundar. Ef þú vilt vita meira á kíktu á www.skolaslit.is