- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Foreldrar nemenda í Reykjanesbæ eru afar ánægðir með skólastjórana sína. Þessar upplýsingar koma fram í Skólavoginni þar sem safnað er saman upplýsingum um starf grunnskóla á Íslandi. Í Skólavoginni kemur fram að skólastjórar í Reykjanesbæ voru í 4. Sæti af þeim 27 sveitarfélögum sem tóku þátt í foreldrahluta könnunarinnar hvað varðar ánægju með störf þeirra. Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri er að vonum ánægður með sitt fólk og segir að vel hafi tekist til með val á skólastjórum. Skólafólkið okkar hefur það að markmiði að laða fram það besta í hverjum og einum og búa nemendur undir fullorðinsárin. Mat foreldrahópsins á störfum skólastjóranna bendir eindregið til að það sé þeim að takast.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)