Skrifað undir samning við TM eftir sameiginlegt útboð

Frá undirskrift í dag. Fulltrúar Reykjanesbæjar og tengdra stofnana ásamt fulltrúum frá TM.
Frá undirskrift í dag. Fulltrúar Reykjanesbæjar og tengdra stofnana ásamt fulltrúum frá TM.

Í dag var undirritaður tryggingarsamningur við TM eftir sameiginlegt útboð Reykjanesbæjar, Reykjaneshafnar, Fasteigna Reykjanesbæjar ehf., T12 ehf. og Útlendings ehf. Þrjú tilboð bárust frá TM, Sjóvá-almennum og VÍS. Tilboð TM var lægst og undir kostnaðaráætlun og voru allir tryggingatakar að lækka tryggingar sínar, en hin tilboðin voru umtalsvert  hærri.

Samningurinn er til þriggja ára og er heildarávinningur miðað við þann samningstíma 12,5 m.kr. út frá kostnaðaráætlun. Ákvæði eru í samningnum um að framlengja megi tvisvar sinnum, eitt ár í senn.

Annað hagræði náðist í útboðinu sem kemur samningsaðilum til góða. Fyrri samningsaðili var TM, en sá samningur er að renna út og ekki var hægt að framlengja honum. Allir samningsaðilar eru sáttir með þessa niðurstöðu, þar sem gott samstarf hefur verið við TM í bænum og reka þeir hér gott útibú.

Meðfylgjandi  mynd var tekin í tilefni undirskriftar.