- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Veðurstofa Íslands spáir mikilli snjókomu á næstu dögum. Reykjanesbær vill minna íbúa á vetrarþjónustu sveitarfélagsins og hefur Umhverfismiðstöð Reykjanesbæjar yfirumsjón með snjómokstri og hálkuvörnum á götum, gangstéttum og göngustígum.
Þær götur sem eru í forgangi eru strætóleiðir, stofnbrautir og helstu tengibrautir sem liggja í átt að neyðarþjónustu s.s. sjúkrahúsi, lögreglu og slökkvistöð auk gatna sem liggja í átt að skólum og leikskólum.
Þær götur sem liggja í brekku eru einnig í forgangi hvað varðar hálkueyðingu. Leitast er við að moka bílastæði við grunn- og leikskóla þótt það sé ekki í forgangi en oftast eru bílastæðin hreinsuð daginn eftir. Húsagötur eru ekki mokaðar nema að þær séu orðnar þungfærar. Ekki er mokað frá innkeyrslum og þurfa íbúar að sjá um það sjálfir. Við hálkueyðingu gatna er eingöngu notast við salt og þá í eins litlu magni og mögulegt er.
Íbúar eru hvattir til að senda ábendingu er varða snjómokstur og hálkuvarnir í gegnum ábendingagátt sveitarfélagsins
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)