- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Byggðasafn Reykjanesbæjar og Þjóðminjasafn Íslands safna nú-heimildum um varnarliðið á Miðnesheiði og áhrif þess á líf og störf Íslendinga. Á Safnahelgi á Suðurnesjum verða nýjar spurningaskrár þessu tengdar settar í loftið.
Þau sem hafa áhuga geta tekið þátt í verkefninu og svarað einni eða fleiri spurningaskrám. Spurningaskrárnar verður einnig hægt að nálgast í gegnum menningarsögulega gagnasafnið Sarp.
Eva Kristín Dal, safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar, og Helga Vollertsen, sérfræðingur þjóðhátta við Þjóðminjasafn Íslands, munu kynna verkefnið fyrir gestum Duus Safnahúsa laugardaginn 18. mars.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)