Söfnun undirskrifta vegna íbúakosningar hefst 2. júlí

Hér með tilkynnist að undirskriftasöfnun, sem bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti fyrir sitt leyti þ. 2. júní sl. að færi fram skv. heimild í sveitarstjórnarlögum, hefst fimmtudaginn 2. júlí 2015 og stendur í 4 vikur eða til miðnættis fimmtudagsins 30. júlí 2015. Tilgangurinn er að safna nægilega mörgum undirskriftum til þess að fram fari íbúakosning um hvort rétt hafi verið að breyta deiliskipulagi í Helguvík vegna væntanlegs kísilvers. 

Ábyrgðarmenn undirskriftasöfnunarinnar eru Ellert Grétarsson, Guðmundur Auðunn Gunnarsson og Gunnar Eyjólfsson. 

Undirskriftasöfnunin verður bæði rafræn og með hefðbundnu sniði á pappír. 

Slóðin á rafræna undirskrift (var virk frá 2. júlí til 30. júlí 2015). Nota þarf Íslykil eða rafræn skilríki við innskráningu.

Ábyrgðarmenn munu kynna fyrirkomulag undirskriftasöfnunarinnar nánar. 

Reykjanesbær, 2. júlí 2015,
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri