- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Ingólfur Þórarinsson, Ingó veðurguð, söng inn Ljósanótt með þátttöku allra grunnskólabarna og elstu leikskólabarna í Reykjanesbæ. Þegar söngkeppni hófst á milli kynja mátti heyra sönginn óma um allan bæ. Þannig verður ljósanótt, enda fjöldi tónlistarviðburða víða um bæinn allt til miðnættis á sunnudag auk ýmissa listviðburða, keppna og afþreyingar.
Að venju fór setningarathöfnin fram við Myllubakkaskóla. Svæðið var skreytt stórum ljósanæturblöðrum og hver skóli bar sinn einkennisfána og -lit. Samkór nemenda úr grunnskólum Reykjanesbæjar leiddi söng ljósanæturlagsins, Velkomin á Ljósanótt, og Meistari Jakob var sunginn á þremur tungumálum. Eftir mikið fjör, hopp, klapp og fagnaðarlæti var stóri ljósanæturfáninn dreginn að húni í skrúðgarði af fulltrúum allra grunnskólanna í Reykjanesbæ. Fáninn stækkar á hverju ári þegar við bætist einkennislitur skóla og stefnt er að því að fáninn verði sá stærsti á landinu. Aldrei hafa eins mörg börn tekið þátt í setningarathöfn Ljósanæturhátíðar og nú, enda hefur íbúum fjölgað mikið að undanförnu. Grunnskólanemar eru nú tæplega 2400 af um 17.500 íbúum. Af heildarfjölda er um 19% af erlendu bergi brotnir.
Hver viðburður rekur annan í dag. Púttmót verður við Mánagötu, Meistaraflokkur Keflavíkur og Nes ætla að takast á í knattspyrnu á Nettóvellinum og Skotdeild Keflavíkur býður upp á opinn dag. Ungmennin ætla bæði að skemmta sér á ljósanæturdiskói og í sundlaugarpartýi og sýningar verða opnar víða um bæinn. Kvöldinu lýkur með hjólbörutónleikum í Keflavíkurkirkju. Alla dagskrá má nálgast á http://ljosanott.is.
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös