SOS - Hjálp fyrir foreldra

Myllubakkaskóli og umhverfi við setningu Ljósanætur.
Myllubakkaskóli og umhverfi við setningu Ljósanætur.

Mánudaginn 3. nóvember hefjast SOS-námskeið fyrir foreldra í Reykjanesbæ, í Fjölskyldusetrinu, kl. 17:30 og 20:00.

Námskeiðinu er ætlað að kenna foreldrum að hjálpa börnum sínum að bæta hegðun sína og tilfinningalega og félagslega aðlögun. Á námskeiðinu er m.a. fjallað um hvers vegna börn eru þæg eða óþæg, hvernig skýr skilaboð efla foreldrahlutverkið og farið er yfir helstu aðferðir til að stöðva slæma hegðun og auka góða hegðun.
Kennt er einu sinni í viku í sex vikur.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið í gegnum síma 421-2250 og netfangið fjolskyldusetur@reykjanesbaer.is