- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gult viðvörunarstig vegna mikillar ölduhæðar og áhlaðanda sem spáð er í Faxaflóa í dag, miðvikudag. Viðvörunin nær til höfuðborgarsvæðisins og allrar suðurstrandarinnar og verður í gildi frá hádegi í dag og fram yfir hádegi á fimmtudag.
Á vef Veðurstofunnar kemur fram að þar sem stórstreymt er geti sjór gengið á land og valdið staðbundnu tjóni. Íbúar eru því hvattir til að tryggja alla lausamuni utandyra til að koma í veg fyrir foktjón.
Reykjanesbær hvetur íbúa til að fylgjast vel með veðurspám og viðvörunum á vef Veðurstofu Íslands og fara varlega í dag.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)