Staðan á þjónustu og starfsemi Reykjanesbæja

Þjónusta og starfsemi Reykjanesbæjar að komast í samt horf eftir heitavatnsleysið.
Nú fimm dögum eftir að heitt vatn fór af stórum hluta Suðurnesja er starfsemi og þjónusta sveitarfélagsins smám saman að komast aftur í samt horf. Gert er ráð fyrir að lítil sem engin skerðing verði á starfseminni á morgun. Þó verður ekki hægt að opna sundlaugina í Heiðarskóla fyrr en á fimmtudaginn og einhver smá óvissa með B-salinn í íþróttahúsinu við Sunnubraut.
Skólastarf gekk vel á flestum stöðum í gær. Í tveimur skólum sló rafmagn út um tíma en HS veitur sinntu neyðarviðbragði fljótt og vel. Þá þurftu einhverjar bekkjaeiningar að fara fyrr heim þar sem ekki náðist nægur hiti á stofur. Í dag gekk skólastarf mjög vel og ekki þurfti að koma til skerðingar á starfi leik- og grunnskóla.
Reykjanesbær ítrekar þakkir til starfsfólks, íbúa, fyrirtækja á svæðinu, HS veitna, HS orku, Almannavarna, Embætti Ríkislögreglustjóra, umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum, Brunavarna Suðurnesja auk fjölmargra annarra viðbragðsaðila sem stóðu vaktina og komu okkur í gegnum þetta ástand. Á tímum sem þessum þurfa allir að leggast á eitt til þess að hlutirnir gangi upp. Eins og einn góður maður sagði, þá erum við öll Almannavarnir.