Staðgengill sendiherra Bandaríkjanna og sendiráðsteymi í heimsókn

Frá heimsókn í gær, f.v. Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Jill Esposito staðgengill sendiherr…
Frá heimsókn í gær, f.v. Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Jill Esposito staðgengill sendiherra, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Ian Campell skrifstofustjóri hjá norrænu Eystrasaltsríkjunum og John P. Kill starfsmaður efnahags, umhverfis og viðskipta hjá sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi.

Jill Esposito staðgengill sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi kom í heimsókn í Ráðhús Reykjanesbæjar í gær og fékk kynningu á bæjarfélaginu og Reykjaneshöfn. Eftir kynningu hélt Jill og sendiráðsteymið með Kjartani Má Kjartanssyni og Halldóri Karli Hermannssyni hafnarstjóra til Helguvíkur í skoðunarferð.

Jill var í heimsókn á Reykjanesi í gær ásamt sendiráðsteymi. Hún kom víða við, m.a. í Auðlindagarðinum, Keili á Ásbrú og gagnaveri Advania á Fitjum. Hún lét vel af dvöl sinni þegar hún kom við í Ráðhúsinu til að kynna sér bæjarfélagið, starfsemi þess, þjónustu og samsetningu.