Stærðfræði er líka skemmtileg

Stærðfræðikennsla í Garðaseli.
Stærðfræðikennsla í Garðaseli.

Í leikskólanum Garðaseli  hefur í vetur verið lögð áhersla  á að auka og efla stærðfræðikennslu í umhverfi barnanna með kjörorðinu Stærðfræði er líka skemmtileg.  Að sögn Ingibjargar Bryndísar leikskólafulltrúa á fræðsluskrifstofu hafa kennarar og starfsfólk lagt áherslu á nokkra lykilþætti: 

  1.  Mikilvægi þess að tala jákvætt um stærðfræði  
  2.  Lagt áherslu  á að allir geti lært stærðfræði   
  3. Finna tækifæri til að flétta stærðfræði í daglegt lífi barnsins og nota ýmsar aðferðir til að leysa stærðfræðiþrautir s.s. vasareikna, talnagrindur, mælikönnur og fleira.  

Í Garðaseli eins og í öðrum leikskólum Reykjanesbæjar hefur einnig verið notað stærðfræðinámsefnið  Numicon sem er hannað með það í huga að nýta þrjá megin styrkleika barna   - Lærdóm í gegnum leik – Eftirtekt  og Tilfinningu fyrir mynstrum.  Börnin á Garðaseli búa yfir færni í stærðfræði og hafa gaman af því að leysa þrautir og leika sér með tölur.