Stafræn sveitarfélög - ráðstefna

Starfsfólk Reykjanesbæjar var áberandi á ráðstefnu stafræns umbreytingateymis Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem fram fór þann 6. október síðastliðinn og bar yfirskriftina Stafræn sveitarfélög - samvinna er lykillinn.

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Áslaug Guðjónsdóttir deildarstjóri þjónustu- og þróunar tóku bæði þátt í pallborðsumræðum um stafræna umbreytingu en Reykjanesbær á fulltrúa í faghópi og stafrænu ráði á samstarfsvettvangi sambandsins.

Mikil áhersla er lögð á þróun í stafrænum lausnum hjá Reykjanesbæ með það að markmiði að veita íbúum enn betri og skilvirkari þjónustu.