Stapi fagnaði 60 ára afmæli

Stapi fagnaði 60 ára afmæli sínu á hátíðlegum viðburði í síðustu viku. Afmælishátíðin fór fram fimmtudaginn 23. október kl. 17:00 og var Stapinn glæsilegur í tilefni tímamótanna. Fjöldi gesta mætti og nutu léttarra veitinga og fjölbreyttrar dagskrár.

Á hátíðinni var horft bæði til baka yfir sögu Stapa og jafnframt fagnað framtíðinni. Á svið stigu Synir Rúnna Júl, Nina Simone Tribute og tónlistarmennirnir Magnús og Jóhann sem sköpuðu hátíðlega stemningu meðal gesta.

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, flutti ávarp ásamt Hilmari Hafsteinssyni, og var Tómas Young kynnir kvöldsins.

Viðburðurinn tókst afar vel og ríkti ánægja og gleði í Stapanum á þessum merku tímamótum. Reykjanesbær óskar Stapa og starfsfólki Hljómahallar hjartanlega til hamingju með stórafmælið!