Starfsemi takmörkuð í Ráðhúsinu

Ráðhús Reykjanesbæjar
Ráðhús Reykjanesbæjar

Bókasafnið lokar og önnur starfsemi takmörkuð í Ráðhúsinu

 Í ljósi nýrra fjöldatakmarkanna, og til að geta haldið úti bráðnauðsynlegri lágmarksþjónustu, hefur Neyðarstjórn Reykjanesbæjar ákveðið að loka bókasafninu í Ráðhúsi Reykjanesbæjar við Tjarnargötu.

Þjónustuver verður hins vegar opið. Þrátt fyrir það eru íbúar hvattir til að nota aðrar þjónustuleiðir, hringja í sima 421-6700,  nota netspjall á heimasíðu sveitarfélagsins; eða senda póst á reykjanesbaer@reykjanesbaer.is. Við biðjum því íbúa að koma ekki í þjónustuverið nema brýna nauðsyn beri til.

 Áfram verður einungis gengið inn um aðalinngang sem snýr að Tjarnargötu. Þar sem fjöldatakmarkanir miðast við 10 manns í sama rými getur sú staða komið upp að stýra þurfi aðgangi inn í rýmið. Fólk er hvatt til að nota grímur, virða tveggja metra regluna og þvo og spritta hendur.

Önnur starfsemi í Ráðhúsinu verður takmörkuð enda margir starfsmenn í fjarvinnu.

Nánari upplýsingar um þjónustu hinna ýmsu stofnanna og vinnustaða Reykjanesbæjar má finna á www.reykjanesbaer.is 

Þessi tilhögun gildir þar til annað verður ákveðið.

Með fyrir fram þökk.

Neyðarstjórn Reykjanesbæjar