Starfsemi vinnuskólans með breyttu sniði í sumar

Starfsstúlkur í vinnuskólanum
Starfsstúlkur í vinnuskólanum

Starfsemi vinnuskóla verður með breyttu sniði sumarið 2019. Nemendur í 8. bekk verða aftur hluti af vinnuteymi skólans og fleiri vinnustundir verða í boði fyrir nemendur. Fyrirkomulagið verður með þeim hætti að vinnudagurinn er styttri en á móti er vinnudögum fjölgað. 

Berglind Ásgeirsdóttir yfirmaður vinnuskóla segist vonast til þess að nýja fyrirkomulagið muni létta á heimilum. Nú sé boðið upp á fleiri daga í vinnu fyrir unglingana. „Ég held að það skipti miklu máli að unglingar vakni snemma á sumrin og hafi dagskrá að fylgja. Nemendur og foreldrar geta í sameiningu fyllt upp í sumardagskrá sína á starfstíma vinnuskólans. Vinna unglingsins ætti þá ekki að skarast við tómstundir hans né sumarleyfi fjölskyldunnar.“

Starfstími vinnuskólans verður frá 11. júní til og með 31. júlí nk. Vinnutíminn verður kl. 8:30 til 15:30 með hádegishléi í klukkustund. Vinnustundir verða því sex klukkustundir.

Að sögn Berglindar verður í sumar lögð aukin áhersla á fræðslu og upplyftingu samhliða fegrun bæjarins. Viðburðadagatal vinnuskólans verður birt áður en starfið hefst formlega. „Við munum halda áfram að byggja upp starfið og gera vinnuskóla Reykjanesbæjar að enn betri vinnustað fyrir ungt fólk. Einnig er stefnan að auka sýnileika okkar á samfélagsmiðlum með fyrir og eftir myndasamkeppni. Með því vonumst til að auka enn á þá jákvæðni sem finnum frá íbúum.“

Umsóknir í vinnuskóla eru aðgengilegar hér