Sterkasti fatlaði maður heims haldin í Reykjanesbæ

Sterkasti fatlaði maður heims 2021 verður haldin í Reykjanesbæ um næstu helgi. Mótið fer fram í Grófinni 2 eða eða gamla slippnum eins og margir þekkja það.

Dagana 13. og 14. nóvember verður haldið heimsmeistaramót í aflraunum fatlaðra í Reykjanesbæ. Er þetta í 19 skipti sem mót þetta er haldið. Keppt verður í sex keppnisgreinum í flokki karla og kvenna. Tvær greinar verða haldnar á laugardeginum og fjórar á sunnudeginum. Keppnin hefst kl. 12:00 báða dagana. 

 

Sagan

Aflraunir fatlaðra byrjuðu 1996 að frumkvæði Arnar Már Jónsson þjálfara hjá Íþróttafélagi Fatlaðra Reykjavík og með keppninni Sterkasti fatlaði maður Íslands. Það var svo árið 2002 sem fyrsta Sterkasti fatlaði maður heims mótið leit dagsins ljós. Síðan þá hafa vinsældir og útbreiðsla aflrauna fatlaðra á heimsvísu dafnað og stækkað undir handleiðslu Arnar Már Jónsson og Magnús Ver Magnússon.

Þetta frábæra mót sem byrjaði á íslandi er nú komið heim aftur eftir að vera haldið í til dæmis Englandi, Noregi og Kanada. Einnig eru haldin Kraftamót fatlaðra orðið í Englandi, Þýskalandi, Ástralíu, Svíþjóð og norður Ameríku sem gilda sem úrtöku mót fyrir Sterkasti fatlaði maður meims.