Stóri plokkdagurinn 28. apríl

Stóri plokkdagurinn verður haldinn 28. apríl nk. og hvetjum við alla til að kíkja út fyrir lóðamörkin sín og plokka í sínu nærumhverfi af því tilefni.

Grendarstöðvar

Kör verða við grendarstöðvar í öllum hverfum og þar hægt að losa sig við plokk/rusli frá sumardeginum fyrsta og fram yfir helgi.
Í gegnum ábendingargátt sveitarfélagsins er einnig hægt að koma á framfæri upplýsingum um hvar hefur verið safnað saman rusli svo hægt sé að koma því til förgunar sem og ábendingum um annað sem betur má fara.

Hér eru nokkur góð plokkráð:

  • Finna sér svæði til að plokka á og hvetja fjölskylduna til að taka þátt.
  • Útvega sér ruslapoka, hanska og plokktöng.
  • Klæða sig eftir aðstæðum.
  • Koma afrakstrinum í viðeigandi förgunarferli þar sem það fýkur ekki í burtu.
  • Senda ábendingu í ábendingagáttina og láta sækja ef magnið er mikið.
  • Gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera, en tilkynna til foreldra eða umsjónarmanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá.
  • Munum að ALLT plokk skiptir máli, sama hversu lítið það er. Það gerir allt gagn.

Verum öðrum góð fyrirmynd og hreinsum til í okkar nærumhverfi nú á vordögum og munum að þetta er bærinn okkar, ábyrgðin okkar.