Styrkir til greiðslu fasteignaskatts

Reykjanesbær auglýsir eftir umsóknum um styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer menningar-, íþrótta-, tómstunda- og/eða mannúðarstarfsemi sem er rekin í almannaþágu eða þágu æskulýðs.

Heimild sveitarfélaga til undanþágu frá greiðslu fasteignaskatts er að finna í 2. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.

Styrkur til greiðslu fasteignaskatts getur að hámarki numið upphæð álagðs fasteignaskatts fyrir árið 2022. Styrkur til greiðslu fasteignaskatts af lóð reiknast í sama hlutfalli og af húsnæði. Allar nánari upplýsingar er að finna í reglum sveitarfélagsins um styrki til greiðslu fasteignaskatts.

Umsóknarfrestur er til og með 4. apríl 2022. Með umsókn skal fylgja ársreikningur 2021, lög félagsins og stutt greinargerð um starfsemina. Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið skjaladeild@reykjanesbaer.is merktum „Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts.“

Með því að smella á þennan tengil opnast reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts.