Styrkir til menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefna

Myndmerki Sóknaráætlun Suðurnesja
Myndmerki Sóknaráætlun Suðurnesja

Reykjanesbær vill vekja athygli bæjarbúa á því að opið er fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Sóknaráætlunar Suðurnesja til og með 15. nóvember. Sjóðurinn sér um að úthluta árlega styrkjum til menningar- atvinnu- og nýsköpunarverkefna á Suðurnesjum.

Í nóvember 2019 var undirritaður samningur milli samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins annars vegar og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum hins vegar um sóknaráætlun Suðurnesja 2020-2024. Markmið samningsins er að stuðla að jákvæðri byggðaþróun í takt við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni landshlutans og landsins alls. Undirritun samningsins tryggði Uppbyggingarsjóði Sóknaráætlunar Suðurnesja fjármagn til styrkveitinga fram til ársins 2024.

Upplýsingar um Uppbyggingasjóð Sóknaráætlunar Suðurnesja