Hefur þig dreymt um að koma fram í Hljómahöll?

Hefur þig dreymt um að koma fram í Hljómahöll?

Hljómahöll og Reykjanesbær auglýsa eftir umsóknum um styrki til viðburðahalds í Hljómahöll fyrir upprennandi listamenn.

Markhópur

  • Styrkirnir eru ætlaðir upprennandi listafólki og hópum. Aðrir styrkhæfir viðburðir eru góðgerðarviðburðir og viðburðir sem ætlaðir eru börnum eða eldri borgurum þar sem er enginn aðgangseyrir.

Markmið verkefnisins

  • Auka aðgengi hópa að viðburðahaldi í sviðslistum í sölum Hljómahallar sem myndu annars ekki eiga kost á viðburðahaldi í húsinu.
  • Styðja við að fjölbreyttur hópur listafólks fái tækifæri til að koma fram í Hljómahöll.
  • Auðga menningarlíf í Reykjanesbæ.
  • Auka nýtingu á salarkynnum og aðstöðu í Hljómahöll.

Úthlutunarreglur má finna hér

Umsóknarfrestur er til 21. apríl 2024.

Sækja um