- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Nú styttist í Ljósanótt sem haldin verður hátíðleg í 11. sinn dagana 2. - 5. september n.k.
Dagskrá hátíðarinnar er óðum að taka á sig mynd og er nú þegar hægt að skoða viðburði á ljosanott.is.
Enn er tekið á móti skráningum viðburða og geta þátttakendur sent þá beint inn á vef ljósanætur ásamt helstu upplýsingum og ljósmynd. Tekið er fram að skilafrestur í prentaða dagskrá er 19. ágúst.
Við hvetjum sem flesta bæjarbúa til að taka virkan þátt í hátíðinni líkt og venjulega og skreyta hús sín og garða nú eða hverfi með ljósi og öðru skemmtilegu sem kemur öllum í hátíðarskap.
Hægt er að kaupa ljósanæturfána hjá Merkiprenti og fyrirtæki sem vilja borða við Hafnargötuna geta haft samband við Víkurfréttir. Einnig er bent á skemmtilegt markaðsefni á ljósanótt.is sem er öllum frjálst til afnota s.s. íþrótta- eða tómstundafélögum sem geta t.d. selt boli, bolla eða fleira merkt Ljósanótt.
Þeir sem ætla að selja vörur eða veitingar þurfa að sækja um það leyfi á netfangið: ljosanott@reykjanesbaer.is eða hafa samband við Þjónustuver Reykjanesbæjar í síma 421 6700.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)