Hvað verður í boði fyrir börn, ungmenni og fullorðna í Reykjanesbæ sumarið 2023 ?

Við óskum eftir sumarefni frá íþrótta- og tómstundahreyfingunni – sem og öðrum sem vilja kynna sitt íþrótta-, tómstunda- og leikjanámskeið fyrir bæjarbúum.
 
Ef félagar eða klúbbar áforma að bjóða börnum, ungmennum og eða öðrum íbúum í Reykjanesbæ upp á tómstunda- og /eða leikjanámskeið eða aðra
afþreyingu í sumar, biðjum við um að upplýsingar verði sendar til íþrótta- og tómstundafulltrúa á netfangið: sumar@reykjanesbaer.is fyrir 1. maí nk.
 
Endilega sendið myndir með.
 
Nánari upplýsingar verða birtar á vefnum fristundir.is