Sumarblómin og garðurinn hjá Virkjun

Hvað er skemmtilegra en að verða skítugur undir nöglunum, rækta sitt eigið grænmeti, setjast svo niður og dást að fallegum sumarblómum?
Virkjun mannauðs á Reykjanesi og Reykjanesbær bjóða alla á ókeypis fyrirlestra og fræðslu um vorverkin í garðinum, sumarblómin og grænmetisgarðinn. Hér er frábær tækifæri til að fræðast og taka þátt í umræðum um vorverkin.
Berglind Ásgeirsdóttur (garðyrkjufræðingur hjá Reykjanesbæ)og Kristín Sóley Kristinsdóttur (nemi í garðyrkju og reynslubolti) munu fara yfir helstu grunnþætti sem við á hverju sinni.
Gaman væri að sem flestir létu sjá sig og gætu komið með sínar sögur og innsýn í garðverkin og þannig miðlað fróðleik til allra þátttakenda.
Fyrirlestrarnir verða næstu þrjá þriðjudaga klukkan 13:00 í Virkjun, Ásbrú.
Dagskrá; 17. maí - grænmetisgarðar (Sóley) 24. maí - vorverkin í garðinum (Sóley og Berglind) 31. maí - sumarblómin (Sóley og Berglind) Allir velkomnir!