- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Garðyrkjuhópur Þjónustumiðstöðva hóf störf í síðustu viku og hefur ásamt flokkstjórum Vinnuskóla látið hendur standa fram úr ermum miðsvæðis í Reykjanesbæ síðustu daga.
Í byrjun næsta mánaðar bætast við þau ungmenni sem eru í námsmanna átakinu og verða þau þá um 60 talsins, sem eru 17 ára og eldri í vinnu hjá þjónustumiðstöð. Þau þurfa að taka vel á því þar sem styttist óðfluga í þjóðhátíðardaginn, en garðyrkjuhópur sér meðal annars um að fegra bæinn með sumarblómum auk hefðbundinnar beðavinnu.
Fyrstu nemendur vinnuskóla byrja 10. júní en eins og árin á undan fá allir krakkar í áttunda, níunda og tíunda bekk vinnu hjá Vinnuskólanum. Verkefnin eru af ýmsum toga og er vinnuskólinn í samstarfi við fjölda félaga sem taka til sín eldri krakka í hin ýmsu verkefni. Má þar helst nefna aðstoð við mikinn fjölda námskeiða, sem ætluð eru yngstu stigum grunnskólanna t.d. leikjanámskeið, hestanámskeið og fleira sem hægt er að fræðast í vefbæklingnum "Sumar í Reykjanesbæ" hér á heimasíðu Reykjanesbæjar.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)