Sumarvinna ungs skólafólks

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi í gær fjárveitingu til að ráða 200 ungmenni til vinnu hjá Reykjanesbæ í sumar. Ungu skólafólki á aldrinum 17-20 ára, búsettu í Reykjanesbæ, stendur til boða vinna í fjórar vikur við ýmis umhverfisverkefni.

Umsækjendur geta sótt um að vinna annað hvort í júní eða júlí.

Störfin verða auglýst laus til umsóknar í næstu viku.