Sundlaugagestum fjölgar um 19% milli ára

Glæsileg afgreiðsla í Sundmiðstöð sem endurnýjuð var á síðasta ári. Þá hefur aðgangsstýringu verið …
Glæsileg afgreiðsla í Sundmiðstöð sem endurnýjuð var á síðasta ári. Þá hefur aðgangsstýringu verið breytt og læsingum skápa í klefum.

Gestum í Sundmiðstöð/Vatnaveröld fjölgaði um 17.922 gesti milli áranna 2018 og 2019. Á tímabilinu janúar til júní árið 2018 voru gestir samtals 94.278 en á þessu ári er aðsóknartalan á sama tímabili samtals 111.900. Þetta gerir fjölgun um 19% á milli ára. 

Gaman í sundlaugapartýi á Ljósanótt. Ljósmynd Víkurfréttir