Sýningin TILEINKUN opnar

Kjartan bæjarstjóri opnar sýninguna.
Kjartan bæjarstjóri opnar sýninguna.

Sýningin er tileinkuð minningu Valgerðar Guðlaugsdóttur.

Aðrir sýnendur eru Brák Jónsdóttir, Hildur Henrýsdóttir, Hildur Hákonardóttir, Inga Svala Þórsdóttir, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir, Rakel McMahon, Rósa Sigrún Jónsdóttir og Sigrún Gyða Sveinsdóttir. Sýningarstjórar eru Anna Hallin, Olga Bergmann og Guðrún Vera Hjartardóttir.

Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna og einnig þökkum við Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra fyrir að opna sýninguna með fallegri ræðu tileinkaðri fjölskyldu Valgerðar.
TILEINKUN er styrkt af Safnasjóði og Myndlistarsjóði.

Sýningin mun standa til og með 11. febrúar 2024. Listasafn Reykjanesbæjar er opið alla daga frá 12:00 - 17:00.