- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Allir leik- og grunnskólar í Reykjanesbæ eru búnir að setja upp skipulag út frá tilmælum frá Almannavörnum, það er að tryggja að börn séu í fámennum námshópum og að þau blandist ekki milli hópa. Eins hefur verið útbúið skipulag vegna þrifa eða sótthreinsunar í skólabyggingum eftir hvern dag.
Þó að fyrirkomulagið sé líkt í leikskólunum tíu annars vegar og grunnskólunum sjö hins vegar, þá getur verið einhver breytileiki milli skóla með tilliti til mannauðs og rýmis. Foreldrar hafa allir fengið upplýsingar frá leik- og grunnskólunum sínum um skipulag náms og kennslu næstu daga. Það skipulag verður endurmetið í ljósi reynslunnar og eru foreldrar beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum sem koma frá skólunum.
Nokkur atriði úr skipulagi grunnskólanna:
Nokkur atriði úr skipulagi leikskólanna:
Tónlistarskólinn
Starf Tónlistarskólans mun einnig taka miklum breytingum næstu daga og vikur. Allar hljómsveita- og hópæfingar og tónfræðitímar falla niður. Eins falla niður tónleikar sem voru á dagsskrá hjá skólanum.
Hljóðafæra- og söngtímar fara eingöngu fram í Tónlistarskólanum í Hljómahöll og fara næstu dagar í það að endurskipuleggja stundaskrá allra nemenda. Kennarar munu vera í góðu sambandi við sína nemendur og forráðamenn.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)