- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Danshópurinn Team DansKompaní, úr listdansskóla Reykjanesbæjar, tók þátt í heimsmeistaramótinu í dansi í Prag á dögunum og náði glæsilegum árangri. Heimsmeistaramótið, Dance World Cup, er stærsta alþjóðlega danskeppnin fyrir börn og ungmenni þar sem keppendur koma alls staðar að úr heiminum. Á hverju ári reyna yfir 120.000 börn og ungmenni að tryggja sér sæti á mótinu. Team DansKompaní mætti með 51 keppendur á aldrinum 8 til 23 ára og voru þau partur af 200 keppendum landsliðs Íslands.
Á mótinu er mjög hörð keppni hæfileikaríkra dansara í öllum dansstílum, þar á meðal ballett, nútímadans, jazz, tap, söng- og dansi, street/hip hop og þjóðdansi en lögð er sérstök áhersla á hópdansa til að sem flest börn fái tækifæri til að taka þátt. Markmið mótsins er að koma saman dönsurum frá öllum heimshornum og skapa langvarandi vináttu.
Team DansKompaní skaraði fram úr í keppninni og vann 3 Galatitlar (þar keppa heimsmeistarar sín á milli), 8 heimsmeistaratitla, 3 silfurverðlaun, 1 bronsverðlaun og síðast en ekki síst var Ísland í 2. sæti yfir heildina í söng- og danshlutanum í öllum aldursflokkum. Helga Ásta Ólafsdóttir, danshöfundur, eigandi og skólastjóri DansKompaní, og Elma Rún Kristinsdóttir, danshöfundur og kennari, stýrðu hópnum.
Team DansKompaní unnu verðlaun fyrir:
Reykjanesbær óskar Team DansKompaní innilega til hamingju með framúrskarandi árangur á heimsmeistaramótinu. Það verður án efa gaman að halda áfram að fylgjast með þessum hæfileikaríku ungmennum í framtíðinni.




Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)