- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í Aðventugarðinn og töldu niður með bræðrunum Ketkróki og Gluggagægi þegar þeir tendruðu ljósin á jólatrénu. Fjölbreytt úrval jólavara, kræsinga og handverks var í jólakofunum og ýmis atriði á dagskránni en má þar nefna Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Ronju ræningjadóttur, Jólabjöllurnar og Kósýbandið. Í Aðventugarðinum voru Snjóprinsessan og fjallamaðurinn, jólasveinar og Grýla á vappi og heilsuðu upp á gesti og gangandi.
Aðventusvellið var einnig opnað um helgina og hefur verið mikil aðsókn en rekstraraðilar svellsins, Gautaborg ehf, hafa tekið vel á móti ungum sem öldnum sem vilja renna sér á svellinu. Hægt er að finna allar nánari upplýsingar um Aðventusvellið á adventusvellid.is
Nú á laugardag og sunnudag verður Aðventugarðurinn opinn frá kl. 14-18 með fjölbreyttri dagskrá. Söluaðilar verða á sínum stað og jólasveinar og Grýla koma í heimsókn en auk þess verður dagskrá á sviði þar sem fram kemur meðal annars Lalli töframaður sem ætlar að stýra jólagleði með töfrum og gríni, Brynja og Ómar syngja og Kósýbandið flytur okkur ljúfa tóna svo eitthvað sé nefnt.
Ýmsu geta gestir gengið vísu að en alla daga er hægt að gæða sér á heitu kakó á hlóðum auk þess sem hægt er kaupa sykurpúða til að steikja yfir opnum eldi. Ratleikur Aðventugarðsins er í höndum Leikfélags Keflavíkur og er endurnýjaður hverja helgi en þar eru börn hvött til að hjálpa jólasveinunum að finna hluti í garðinum sem þeir hafa tapað.
Þá leynast í sérstökum lundi skrúðgarðinum ofsalega fallega skreytt tré sem leikskólabörn bæjarins eiga heiðurinn af líkt og fyrri ár. Þegar gengið er inn í skrúðgarðinn frá torginu er lundinn að finna á hægri hönd. Eru bæjarbúar hvattir til að kíkja í fallega leikskólalundinn en það er gott til þess að vita að okkar yngstu íbúar eru þegar farnir að leggja gott til í þetta skemmtilega verkefni sem Aðventugarðurinn er. Megi sú þróun halda áfram á þann hátt að samfélagið Reykjanesbær hjálpist að við að sjá til þess að Aðventugarðurinn halda áfram að vaxa og dafna.
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös