- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Nú eru úrslitin kunn í stórskemmtilegum þrautaleik fjölskyldunnar sem fram fór í Reykjanesbæ um liðna helgi. Leikurinn var unnin í samstarfi Reykjanesbæjar og Skemmtigarðsins og byggðist á að leysa alls kyns sniðugar þrautir víðs vegar um bæinn með símann og gleðina að vopni. Óhætt er að segja að þátttakendur hafi skemmt sér konunglega og bera myndirnar sem teknar voru í leiknum þess glögg merki. Hægt var að spila leikinn í öllum hverfum Reykjanesbæjar.
Að þessu sinni eru verðlaun veitt fyrir stigahæsta liðið í allri keppninni. Auk þessu voru fjögur lið dregin af handahófi, eitt úr hverju hverfi, úr hópi allra þátttakenda. Loks var ákveðið að verðlaun skyldu veitt fyrir eina skemmtilega mynd að mati stjórnenda leikjarins.
DTKostur með 425 stig
Arnór Darri, Teitur, Vala og Vilborg
Verðlaun: Barnaafmæli fyrir 15 manns að eigin vali í Skemmtigarðinum. Innifalið eru m.a. veitingar og skemmtun. Bíómiði í Sambíó með popp og kók fyrir alla liðsfélaga.
Minigolf eða fótboltagolf fyrir alla liðsfélaga í Skemmtigarðinum.
Bíómiði í Sambíó með popp og kók fyrir alla liðsfélaga.
FRAME
María Lena, Finsly, Elías Bragi, Einbjörg Anna, María Rán og Óskar Logi
Team Garður
Dóra, Jakob, Rúnar, Helga, Hebba og Þóra
Gunnarsbörn
Berglind, Ívar, Kári, Guðrún, Ösp, Rúna, Ólöf, Áslaug, Ársól, Auður
G27
Hilma, Rósa, Jón Björn og Óli Björn
Frænkurnar
Thelma, Jóhanna, Kamilla
Vinninganna verður hægt að vitja í Þjónustuveri Reykjanesbæjar frá miðvikudeginum 3. júní.
Um leið og við óskum stálheppnum þátttakendum til hamingju með árangurinn upplýsum við að leikurinn verður aftur á dagskrá á 17. júní og geta þá allir þeir sem misstu af fjörinu um helgina tekið þátt. Þrautum verður fjölgað og nú verður um að gera að prófa að fara í annað hverfi en leikurinn var spilaður í síðast. Aftur verða skemmtileg verðlaun í boði.
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös