Þjóðarvettvangur um brýn þjóðfélagsmál

Íbúar á Suðurnesjum, nú gefst tækifæri til opinnar umræðu um brýn þjóðfélagsmál byggða á aðferðum og gildum þjóðfundar.

Réttlæti, virðing, heiðarleiki

Þjóðarvettvangur vill ýta undir samheldni þjóðarinnar og sýna að hér býr þjóð sem tekur sameiginlega á málefnum þjóðfélagsins. Tilgangurinn er að mynda opna, uppbyggilega og agaða umræðu um erfið og tilfinningarík þjóðfélagsmál á hverjum tíma. Markmiðið er að allir fái jöfn tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri.

Nánari upplýsingar á www.thjodarvettvangur.is

Fundurinn verður haldinn í Nesvöllum, Reykjanesbæ,
laugardaginn 20. Febrúar kl: 14:00

Allir velkomnir

Fyrir hönd Þjóðarvettvangs:

Gunnar Marel Eggertsson, Ólafía Ólafsdóttir,
Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir