Þjóðhátíðardagskrá 2014

Karlakór Keflavíkur á hátíðarsviðinu.
Karlakór Keflavíkur á hátíðarsviðinu.

Þjóðhátíðardagskrá í Reykjanesbæ fer fram með hefðbundnu sniði þann 17. júní. 

Dagskráin hefst kl. 13.00 með þjóðbúningamessu í Keflavíkurkirkju. Þaðan verður svo gengið fylktu liði niður í skrúðgarð kl. 13.30 þar sem hátíðardagskrá hefst með því að Ellert Eiríksson, fyrrum bæjarstjóri, dregur þjóðfánann að húni. Karlakór Keflavíkur flytur þjóðsönginn og fjallkonan flytur ávarp, þá flytur ræðu dagsins Björk Guðjónsdóttir, verkefnastjóri. Við tekur skemmtidagskrá á sviði fyrir alla fjölskylduna. Þá eru söfnin í bænum opin og bjóða gesti velkomna.

Þá verður sú nýbreytni tekin upp að boðið verður upp á skemmtilega dagskrá fyrir unglinga í Ungmennagarðinum um kvöldið frá kl. 19:30 - 22:00. Þar verður glens og gaman, tónlist, keppni á brettapöllum, í minigolfi og blakbolta, sykurpúðar grillaðir og boðið upp á andlitsmálun. Grillaðar pylsur og gos verður selt á staðnum en einnig geta krakkarnir komið með eigin pylsur og smellt á grillið.